WC armur 25cm

9.900 kr.

Vörunúmer: 41005s Flokkur:

Product Description

Almennt
Baðtrefjarnar ásamt arminum ná auðveldlega út í horn. Brúnin á salerninu getur auðveldlega verið þrifin með arminum. Ef trefjarnar ná ekki að þrífa nægilega vel, setjið dropa af baðhreinsinum á endann og farið aftur yfir svæðið. Látið liggja á í smá stund og skolið svo vel af. Jafnvel erfiðustu blettir fara.

Hvar á að nota
• Baðherbergi, sturtuklefar, þvottahús
• Klósett og þvagskálar
• Niðurföll
• Yfirföll
• Sturtuklefar
Meðfram niðurföllum og blöndunartækjum
Notkun
Blautur

Armurinn er sérstakt sveigjanlegt áhald til þrifa á stöðum sem erfitt er að ná til. Bleytið klútinn og kreistið úr honum mesta vatnið. Rennið svo klútnum á arminn og festið á krókinn með teygjunni.
ENJO ábending
Lengdin á arminum gerir það mögulegt að ná lengra niður í klósettskálina en með hefðbundnum klósettbursta og ná þannig betri þrifum. Fyrir föst óhreinindi setjið 1-2 dropa af Baðhreinsi í klósettskálina og látið standa yfir nótt. Þrífið svo með Arminum og skolið vel á eftir.
Athugið
Passið að nudda ekki fast á hvössum brúnum eða á grófum gólfflísum því það gæti skemmt klútinn.