Tveir Augnpúðar og krókur til að hengja þá á til þerris.

2.600 kr.

Vörunúmer: 50621 Flokkur:

Product Description

Þessi litli fallegi og umhverfisvæni trefjapúði kemur í stað fyrir hreinsikrem og baðmullarskífur. Með honum geturðu fjarlægt allan farða, augnaháralit og dauðar húðfrumur án hreinsiefna. Það þarf bara að bleyta hann með vatni og strjúka farða og augnmálningu mjúklega af. Setja síðan sápu á augnpúðann og nudda hana varlega í púðann. Skola svo farðann og sápuna úr honum undir krananum og hengja hann til þerris.Hankinn sem fylgir með er ekki með lími en festist vel á hreina, þurra og slétta fleti eins og flísar og gler. Það er auðvelt að losa hann og færa ef engin óhreinindi eru á bakhliðinni. Varist að nota augnpúðann á ofnæmi eða sár.

Umsagnir

  1. Heiðrún Rósa Sverrisdóttir

    Á svona gamlan púða sem ég nota alltaf. Þarf aldrei neitt annað til að hreinsa augnfarða, sparar einnota þurrkur og hreinsikrem og hlífir þannig náttúrunni ásamt því að vera einkar handhægt, heima og á ferðalögum.

Skrifa umsögn